SÉRSNIÐIN SÚPERTRUKKAFERÐ
AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
NYTSAMAR UPPLÝSINGAR
-
Leiðarval er mismunandi eftir árstíð og aðstæðum, ástandi vega og veðri hverju sinni.
-
Mælt er með: Góðum skóm, hlýjum, vind og vatnsheldum fatnaði, sólgleraugum.
-
Brottför frá höfuðstöðvum Boreal í Reykjavík nema annars sé óskað.
-
Íslenskumælandi bílstjóri sé bílstjóra óskað, önnur tungumál skv. samkomulagi.
-
Nánari upplýsingar:
Vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvupósti á info@boreal.is
Boreal hústrukkarnir sameina röff farartæki og þægilega gistingu fyrir nátúruunnendur, ljósmyndara, vísindamenn, ævintýramenn, norðurljósaleitendur og alla þá sem elska og þrá að ferðast öðruvísi og í náinni snertingu við náttúruna.
Þessir fyrrum slökkviliðsbílar höfðu það hlutverk að bjarga mannslífum. Nú er þeirra hlutverk að kveikja eldheita ástríðu fyrir náttúru landsins.
Í hústrukkunum er flestur búnaður góðs gististaðar, heitt og kalt vatn, salerni og sturta, gaseldavél, ísskápur, upphitun, 220V, USB, WiFi og ja Bluetooth.
Þið getið náttað langt frá alfaraleið og annarri siðmenningu. Á afskekktum tjaldstæðum, eða leitað leyfis landeiganda til að dvelja í einsemd umkringd einstöku og undraverðu landslaginu.
Ferðist á eigin vegum eða með reyndum Boreal bílstjóra ykkur við hlið. Upplagt tækifæri til að uppgötva hið fjölbreytta landslag og náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Njótið og skoðið og upplifið afdali og afkekkt hálendið og fjölbreytileika landsbyggðarinnar.
Viðskiptavinir geta einnig komið á eigin fjórhjóladrifnum húsbílum/hústrukkum og tekið þátt í skipulögðum fjallaferðum í hópferð undir leiðsögn reynds fjallabílsjóra.
Nánari upplýsingar um verð og nánari tilhögun: info@boreal.is